Kuldakast hefur slæm áhrif á ræktun í Kína

Mikil snjókoma og slæmt veður í Kína undanfarið mun hafa afar slæm áhrif á uppskeru í landinu. Veðrið sem nú gengur yfir Kína er það versta í 50 ár.

Að sögn Chen Xiwn, aðstoðarfjármálaráðherra Kína er grænmetis og ávaxtarækt þegar í molum vegna veðursins en á eftir að koma í ljós hver full áhrif veðursins verða.

Ef veðrið heldur áfram og fer yfir norðurhluta Kína þar sem hveiti og olíuframleiðsla landsins fer fram gæti það valdið miklum hörmungum og uppskerubresti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert