Neyðarástand í Rio

Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er einn af hápunktum ársins.
Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er einn af hápunktum ársins. AP

Mikil neyð ríkir í löggæslumálum í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að tugir hátt settra lögreglumanna afhentu uppsagnarbréf aðeins örfáum dögum áður en blásið verður til kjötkveðjuhátíðarinnar frægu.

Fram kemur á fréttavef BBC að 43 lögreglumenn hafi undirritað uppsagnarbréf eftir að ríkisstjórinn hafði rekið yfirmann þeirra.  Ástæðan er sú að hann leyfði lögreglumönnum til að koma saman til að mótmæla um síðustu helgi, en þeir krefjast hærri launa.

Yfirmenn öryggismála í borginni segjast vera þess fullvissir um að hátíðin muni fara vel fram.

Kjötkveðjuhátíðin er stærsti viðburður ársins í borginni. Þangað safnast saman gríðarlega mikill fjöldi og ljóst er að lögreglunni yrði mikill vandi á höndum ef neyðarástand skapaðist.

Lögreglumaður stendur vaktina í Rio de Janeiro.
Lögreglumaður stendur vaktina í Rio de Janeiro. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert