Olmert telur sig hreinsaðan siðferðislega

Winograd nefndin er húnkynnti sýrslu sína í gær.
Winograd nefndin er húnkynnti sýrslu sína í gær. AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að hann telji sig hafa verið hreinsaðan af siðferðislegum sleggjudómum í niðurstöðu Winograd nefndarinnar sem fjallaði um hernað Ísraela í Líbanon árið 2006. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Þá segja samstarfsmenn hans að hann hafi tárast er hann las þann kafla skýrslu nefndarinnar þar sem fram kemur að hann hafi haft umboð til að taka ákvörðun um landhernað og að sú ákvörðun hafi verið allt að því óumflýjanleg.

 Ehud Barak, varnarmálaráðherra landsins, segir hins vegar að hann þurfi að fara nánar yfir skýrsluna áður en hann tjái sig opinberlega um niðurstöður hennar. Nánir samstarfsmenn hans telja hins vegar ólíklegt að hann muni segja af sér vegna þeirrar gagnrýni sem þar kemur fram á störf hans og undirmanna hans í skýrslunni. 

Amir Peretz, fyrrum varnarmálaráðherra, segir skýrsluna sýna að sú ákvörðun að efna til landhernaðar hafi verið rétt en að um leið hafi mikilvægt tækifæri verið misnotað. „Ég er sammála Winograd um það að stríðið hafi verið mikilvægt tækifæri sem glataðist, en til þess að til verði glatað tækifæri þarf ákveðinn  raunveruleiki að vera fyrir hendi,” segir hann. „Það leikur enginn vafi á því að sú ákvörðun að fara í stríð var rétt. Það liggur fyrir að sú ákvörðun að hefja stríðið var grundvallarákvörðun.”    

 Ísraelar gerðu „alvarleg mistök“ í stríði sínu gegn Hezbollah-skæruliðum í Líbanon að því er segir í skýrslunni, sem birt var í gær. „Þetta stríð einkenndist af stórfelldum og alvarlegum mistökum,“ sagði Eliyahu Winograd, fyrrverandi dómari og formaður nefndarinnar, er hann greindi frá niðurstöðunum.

Bætti hann því við að háttsettir menn bæi í stjórnmálum og hernum hafi gert mörg mistök en að alvarlegustu mistökin hafi falist í því að hefja stríðið án þess að fyrir lægi áætlun um hvernig herinn yrði kvaddur til baka.

Þá hafi aðgerðir landhersins á síðustu dögum stríðsins ekki skilað tilætluðum árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert