Schwarzenegger styður John McCain

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem frambjóðanda repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 

Fram kemur á fréttavef BBC að vikan hafi verið góð hjá McCain sem sigraði í forkosningunum í Flórída og fékk stuðning Rudy Guilianis sem hefur hætt við framboð sitt.

Stuðningur ríkisstjórans er talinn auka líkur á því, að McCain sigri í forkosningunum í Kaliforníu, sem verða haldnar í næstu viku.

Schwarznegger segist styðja McCain til forseta þar sem hann berjist fyrir umhverfismálum og efnahagsmálum og sé góður leiðtogi.   Schwarzenegger segir McCain vera „ameríska hetju".

Arnold Scwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, styður John McCain sem frambjóðanda repúblikana …
Arnold Scwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, styður John McCain sem frambjóðanda repúblikana í forsetakosningum vestra. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert