Schwarzenegger styður John McCain

00:00
00:00

Arnold Schw­arzenegger, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, hef­ur lýst yfir stuðningi við John McCain sem fram­bjóðanda re­públi­kana í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um. 

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að vik­an hafi verið góð hjá McCain sem sigraði í for­kosn­ing­un­um í Flórída og fékk stuðning Rudy Guili­an­is sem hef­ur hætt við fram­boð sitt.

Stuðning­ur rík­is­stjór­ans er tal­inn auka lík­ur á því, að McCain sigri í for­kosn­ing­un­um í Kali­forn­íu, sem verða haldn­ar í næstu viku.

Schw­arz­negger seg­ist styðja McCain til for­seta þar sem hann berj­ist fyr­ir um­hverf­is­mál­um og efna­hags­mál­um og sé góður leiðtogi.   Schw­arzenegger seg­ir McCain vera „am­er­íska hetju".

Arnold Scwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, styður John McCain sem frambjóðanda repúblikana …
Arnold Scw­arzenegger, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, styður John McCain sem fram­bjóðanda re­públi­kana í for­seta­kosn­ing­um vestra. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka