Vetrarhörkur hafa gengið yfir norðurhluta Bandaríkjanna undanfarið og hafa valdið milljónum Bandaríkjamanna miklum óþægindum.
Í Washingtonríki hefur verið mikil snjókoma og bylur og snjóflóð hafa sums staðar lokað vegum. Í Minnesota eru miklar frosthörkur og sums staðar fór frostið niður í 30 stig.
Einnig hafa hvirfilbyljir gengið yfir miðvesturríki og valdið þar einhverju eignatjóni. Að minnsta kosti tveir létust í hvirfilbyl í Indiana.