Allir fimmtán bátarnir, sem voru í höfninni í Skálavík á Sandey í Færeyjum, annað hvort sukku eða skemmdust í óveðrinu sem fór yfir eyjarnar í gær og nótt. Færeyska útvarpið hefur eftir bæjarstjóranum í Skálavík, að það hafi aðallega verið brimið, sem olli tjóninu þótt þar hafi einnig verið afar hvasst.
Bátahöfnin í Skálavík var reist árið 1969 og er þetta í fyrsta skipti sem bátar skemmast þar í óveðri.
Samgöngur eru nú að færast í eðlilegt horf á eyjunum aftur en strandsiglingar, áætlunarflug og rútuferðir lágu niðri um tíma. Víða fór rafmagn af og einnig voru trufnanir á símasambandi.