Mirjana Markovic, ekkja Slobodan Milosevic fyrrum forseta Júgóslavíu, og sonur þeirra Marko Milosevic hafa fengið pólitískt hæli í Rússlandi en mæðginin eru eftirlýst af Interpol. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Ekki verið staðfest opinberlega að fólkið hafi fengið varanlegt hæli í landinu en ónefndur heimildarmaður innan rússnesku lögreglunnar staðhæfir þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna.
Marko Milosevic flýði frá Serbíu eftir að faðir hans lést í haldi stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna árið 2006. Mirjana Markovic hvarf hins vegar árið 2003 er ákærur fyrir misnotkun valds voru lagðar fram gegn henni í Serbíu. Hún hafði þá fengið barnfóstru fjölskyldunnar íbúi í eigu ríkisins til afnota.
Þá eru mæðginin bæði eftirlýst vegna meintrar aðildar sinnar að skipulögðu tóbaksmygli á tíunda áratug síðustu aldar.