Settu upp silkihanskana

00:00
00:00

Barack Obama og Hillary Cl­int­on tók­ust á í sjón­varp­s­kapp­ræðum í nótt. Keppi­naut­arn­ir höfðu hem­il á sér og forðuðust stór orð en úti­lokuðu hvor­ugt að bjóða fram með hinu sem vara­for­seta­efni.

Kosn­inga­bar­átta þeirra um að ná kjöri sem for­setafram­bjóðandi banda­ríska demó­kra­ta­lokks­ins stend­ur nú hvað hæst, en aðeins fjór­ir dag­ar eru þar til stóri þriðju­dag­ur­inn svo­kallaði renn­ur upp, þar sem kosið verður í 22 ríkj­um.

Cl­int­on og Obama hafa látið hörð orð falla í garð hvors ann­ars að und­an­förnu. Það fór bet­ur a með þeim í nótt en oft und­an­farið og sagði Obama m.a. að þau hefðu verið vin­ir áður kosn­inga­bar­átt­an hófst og yrðu það áfram eft­ir að henni lyki.

Cl­int­on sagði ágrein­ing sinn og Obama blikna í sam­an­b­urði við ágrein­ings þeirra við re­públi­kana.

Í kapp­ræðunum varði Cl­int­on stuðning sinn við inn­rás­ina í Írak árið 2002 og sagðist hafa tekið rök­studda ákvörðun byggða á þeim gögn­um sem for­set­inn lagði fram.

Þá sagðist hún hafa næga reynslu og áhrif til að leiða aft­ur­köll­un herliðs Banda­ríkja­manna frá Írak án þess að stofna banda­rísk­um her­mönn­um í hættu eða viðkom­andi svæðum.

Obama sakaði Cl­int­on um að gefa mis­vis­andi svör, m.a. í Íraksmál­um og um hug­mynd­ir um öku­skír­teini fyr­ir ólög­lega inn­flytj­end­ur en Obama styður að slíkt verði gert mögu­legt en Cl­int­on sem áður studdi hug­mynd­inni er henni nú mót­fall­in.

Obama og Clinton í sjónvaprssal í gær
Obama og Cl­int­on í sjón­vaprssal í gær AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert