Settu upp silkihanskana

Barack Obama og Hillary Clinton tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt. Keppinautarnir höfðu hemil á sér og forðuðust stór orð en útilokuðu hvorugt að bjóða fram með hinu sem varaforsetaefni.

Kosningabarátta þeirra um að ná kjöri sem forsetaframbjóðandi bandaríska demókratalokksins stendur nú hvað hæst, en aðeins fjórir dagar eru þar til stóri þriðjudagurinn svokallaði rennur upp, þar sem kosið verður í 22 ríkjum.

Clinton og Obama hafa látið hörð orð falla í garð hvors annars að undanförnu. Það fór betur a með þeim í nótt en oft undanfarið og sagði Obama m.a. að þau hefðu verið vinir áður kosningabaráttan hófst og yrðu það áfram eftir að henni lyki.

Clinton sagði ágreining sinn og Obama blikna í samanburði við ágreinings þeirra við repúblikana.

Í kappræðunum varði Clinton stuðning sinn við innrásina í Írak árið 2002 og sagðist hafa tekið rökstudda ákvörðun byggða á þeim gögnum sem forsetinn lagði fram.

Þá sagðist hún hafa næga reynslu og áhrif til að leiða afturköllun herliðs Bandaríkjamanna frá Írak án þess að stofna bandarískum hermönnum í hættu eða viðkomandi svæðum.

Obama sakaði Clinton um að gefa misvisandi svör, m.a. í Íraksmálum og um hugmyndir um ökuskírteini fyrir ólöglega innflytjendur en Obama styður að slíkt verði gert mögulegt en Clinton sem áður studdi hugmyndinni er henni nú mótfallin.

Obama og Clinton í sjónvaprssal í gær
Obama og Clinton í sjónvaprssal í gær AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert