Sjálfsmorðsárás í Pakistan

Þrír pak­ist­ansk­ir her­menn létu lífið og fimm særðust í sjálfs­morðsárás sem gerð var við landa­mæri Pak­ist­an og Af­gan­ist­an.  Talið er að hátt­sett­ur leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda hafi látið lífið á sama svæði fyrr í vik­unni.

Árás­armaður­inn keyrði bif­reið fullri af sprengi­efn­um inn í ör­yggis­klefa við  landa­mær­in í norður Wazirist­an héraði.

Árás­in var gerð í kjöl­far þess að Banda­ríkja­menn gerðu flug­skeyta­árás á felu­stað her­skárra upp­reisn­ar­manna nærri bæn­um Mir Ali á þriðju­dag­inn.  Talið er að leiðtogi inn­an al-Qa­eda,  Abu Laith al-Libi, hafi látið lífið í árás­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert