Tala látinna í Bagdad hækkar

Tala látinna eftir tvær sprengjur í Bagdad í morgun hefur hækkað.  Að minnsta kosti sextíu og fjórir létu lífið og yfir 100 manns særðust í sprengjuárásunum.

Sjálfsmorðsárás var gerð á Al-Ghazl markaðinn í morgun þar sem fjörutíu og sex létust og 82 særðust. 

Vegsprengja sprakk stuttu síðar á öðrum markaði í Al-Jadida hverfinu þar sem að minnsta kosti 18 létu lífið og 25 særðust.

Að minnsta kosti 64 létust í sprengjutilræðum í Írak í …
Að minnsta kosti 64 létust í sprengjutilræðum í Írak í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert