Myrti foreldra og yngri bræður

AP

Fimmtán ára bandarískur piltur var í dag ákærður fyrir fjögur morð í Baltimore í dag en hann játaði að hafa myrt foreldra sína og tvo yngri bræður. Segir í tilkynningu frá lögreglu að piltinum hafi ekki samið við föður sinn en hann skaut þau öll í svefni aðfararnótt laugardags. 

Nicholas Waggoner Browning var handtekinn síðastliðna nótt eftir að hann játaði að hafa skotið föður sinn John Browning, 45 ára, móður Tamara, 44 ára og bræður sína, Gregory, 13 ára og Benjamin, 11 ára. Hann kom heim til sín aðfararnótt laugardags eftir að fjölskyldan var sofnuð og skaut þau með skammbyssu föður síns. Eftir morðin henti hann byssunni inn í limgerði í nágrenni við heimilið og fannst hún þar.

Pilturinn eyddi síðan því sem eftir lifði nætur og gærdeginum með vinum sínum. Þegar vinir hans keyrðu hann heim síðdegis á laugardag þá fór hann inn í húsið og kom aftur út og tilkynnti að hann hefði komið að föður sínum látnum og hringdi í lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert