Þrjátíu látnir í jarðskjálftum í Afríku

Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa látið lífið í nokkrum hörðum jarðskjálftum í Afríku, að því er erlendir fjölmiðlar greina frá. Tveir öflugustu skjálftarnir urðu með nokkurra klukkutíma millibili í Rúanda og Lýðveldinu Kongó. Mældust þeir fimm og sex stig. Talið er að tíu manns hafi látist þegar kirkja hrundi í skjálftanum í Rúanda.

Haft er eftir lögreglu að tala látinna kunni að hækka, því að margt fólk sé grafið undir rústum. Miklar skemmdir hafi orðið í borginni Bukavu í Lýðveldinu Kongó, að því er fréttavefur BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert