Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa fellt níu óbreytta borgara þeirra á meðal eitt barn í hernaðaraðgerðum við bæinn Iskandariyah, suður af Bagdad höfuðborg Íraks, á laugardag. Tvö börn og einn fullorðinn slösuðust einnig í aðgerðunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Áður höfðu vitni haldið því fram að tuttugu óbreyttir borgarar hefðu fallið í aðgerðum Bandaríkjahers og að sautján þeirra hefðu tilheyrt sömu fjölskyldu.
Í yfirlýsingu hersins segir að málið sé í rannsókn og að fulltrúi hersins hafi þegar átt fund með fulltrúa íbúa á svæðinu.