Eldflaugatilraunir Írana fordæmdar

Hvíta húsið tilkynnti í dag að það væri óheppilegt að Íran skyldi hafa gert tilraunir með langdrægar eldflaugar og skotið einni slíkri út í geiminn varaði jafnframt við því að þetta myndi leiða til þess að landið myndi einangrast enn frekar frá alþjóðasamfélaginu.

Ég sá í morgun að Íran hafi gert prófanir með langdrægar eldflaugar. Það er óheppilegt að þeir haldi áfram á þessari braut því það einangrar landið enn frekar frá umheiminum," sagði talsmaður Hvíta hússins, Dana Perino.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert