Fyrrum ráðgjafi Bush orðinn fréttaskýrandi hjá Fox

Karl Rove og George W. Bush.
Karl Rove og George W. Bush. AP

Karl Rove, sem lengi var helsti ráðgjafi Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, tekur á morgun við nýju starfi sem pólitískur fréttaskýrandi hjá bandarísku sjónvarpsfréttastöðinni Fox. Mun Rove byrja á því að fjalla um forkosningarnar, sem fara fram hjá demókrötum og repúblikönum á morgun.

Rove var einkum þakkað það, að Bush vann forsetakosningarnar árið 2000. Hann gegndi í kjölfarið ýmsum embættum í Hvíta húsinu en hætti þar störfum á síðasta ári. Hann hefur síðan m.a. skrifað greinar í blaðið The Wall Street Journal, sem Rupert Murdock, eigandi Fox, hefur nú einnig eignast. 

Rove var mjög umdeildur í Washington og tengdist ýmsum málum, sem gerðu stjórn Bush erfitt fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert