Leiðtogi hóps sem tengist herskáum armi Hamas samtakanna á Gaza, Abu Said Qarmout, var myrtur í loftárás Ísraelshers í morgun. Qarmout var á ferð í bifreið á norðurhluta Gazastrandarinnar er loftárás var gerð á bifreiðina. Samkvæmt upplýsingum frá hópinum sem Qarmout leiddi, hafa Ísraelsmenn ítrekað reynt að taka hann af lífi.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Ísrael var árásin gerð í nágrenni bæjarins Beit Lahiye, en herskáir hópar hafa oft gert eldflaugaárásir á Ísrael þaðan. Tveir særðust í árásinni í morgun.