Dómstóll í Finnlandi dæmdi í dag tvítugan Finna til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa myrt tvær ungar konur með lásboga.
Maðurinn hitti konurnar, sem voru 22 og 26 ára gamlar, við bensínstöð í bænum Pori í suðvesturhluta Finnlands síðastliðið sumar. Hann bauð þeim gistingu en myrti þær svo í svefni með því að skjóta þær nokkrum sinnum með lásboga og kyrkja þær svo.
Siekkenen sagðist upphaflega óhæfur til sakfellingar, en dró það svo til baka eftir að sérfræðingar í sálfræði sem kallaðir voru til sögðu það ekki standast. Hann hefur engar skýringar gefið á morðunum.