Andrés Bretaprins gagnrýnir bandarísk stjórnvöld

Andrés Bretaprins.
Andrés Bretaprins. Reuters

Andrés Bretaprins hefur gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að hafa skellt skollaeyrum við ráðgjöf Breta um hvernig þeir hefðu mátt komast hjá ýmsum vandamálum sem komið hafa upp í kjölfar Íraksstríðsins

Andrés segir að stríðið hafi leitt til heilbrigðra efasemda í Bretlandi gagnvart stjórnvöldum í Washington, að því er segir á vef BBC. Það er óvenjulegt að breska konungsfjölskyldan tjái sig með þessum hætti um viðkvæm pólitísk deilumál.

Hann lét ummælin falla í viðtali við dagblaðið International Herald Tribune áður en hann lagði af stað í 10 daga Bandaríkjaferð, þar sem hann stefnir að því að efla viðskipti milli Bretlands og Bandaríkjanna. 

Andrés segir að Bandaríkin hefðu mátt læra af nýlendusögu Breta. „Ef þú skoðar nýlendustefnuna, aðgerðir á alþjóðlegum mælikvarða, skilning á menningarsögu þjóðanna, hvernig berjast eigi við uppreisnarmenn, þá er það eitthvað sem við höfum reynslu af,“ sagði hann.

„Við höfum unnið bardaga, tapað þeim og gert jafntefli. Staðreyndin er sú að við búum yfir mikilli reynslu sem vert er að taka mark á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert