Páfagarður hefur greint frá því að enn hafi dregið úr fjölda þeirra sem vilja helga kirkjunni líf sitt með því að gerast nunnur og munkar. Samkvæmt nýlegri samantekt fækkaði þeim sem tilheyra reglum kaþólsku kirkjunnar um 10% á milli áranna 2005 og 2006 og eru þeir nú rétt innan við ein milljón. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Í páfatíð Jóhannesar Páls páfa II fækkaði kaþólskum nunnum um fjórðung þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem tilheyri kaþólsku kirkjunni hafi á sama tíma fjölgað töluvert.
Árið 2006 voru nunnur kaþólsku kirkjunnar 753.400 en munkar, prestar og djáknar reglna kirkjunnar voru 136.171.
Rúmlega 1,1 milljarður manna játar nú kaþólska trú en þeim hefur fækkað töluvert á undanförnum áratugum miðað við mannfjölda í heiminum.