Alríkislögregla Bandaríkjanna FBI býr sig nú undir að koma á fót umfangsmiklum gagnagrunni með upplýsingum um líkamleg einkenni fólks en gagnagrunninum er ætlað að auðvelda yfirvöldum að bera kennsl á mögulega hryðjuverka og glæpamenn. Þegar hefur hins vegar komið fram hörð gagnrýni á þessi áform sem andstæðingar þeirra segja vega að persónufrelsi fólks. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Kimberly Del Greco, yfirmaður lífsýnadeildar FBI, segir að gagnagrunnurinn muni fara með mikilvægt hlutverk í því að verja landamæri Bandaríkjanna og halda hryðjuverkamönnum utan þeirra. Þá segir hann að hann muni stuðla að því að auknu öryggi borgaranna, nágranna og barna Bandaríkjamanna þannig að þau geti fengið góð störf og búið við öryggi í framtíðinni.
„Þetta mun marka upphaf eftirlitssamfélags þar sem hægt er að rekja slóð fólks hvert sem það fer, hvenær sem er og hvað sem það er að gera,” segir Barry Steinhardt, formaður samtakanna ACLUTLP sem berjast fyrir því að persónuverndarsjónarmið séu höfð til hliðsjónar við tæknivæðingu.
Til stendur að safna m.a. myndum af lofum fólks og augum og upplýsingum um höfuðlag þess, ör og húðflúr.