Landamæri Gasasvæðisins opnuð

Palestínsk kona þrætir við landamæravörð á landamærum Gasasvæðisins og Egyptalands.
Palestínsk kona þrætir við landamæravörð á landamærum Gasasvæðisins og Egyptalands. AP

Landamæri Egyptalands og Gasasvæðisins voru opnuð í gærkvöldi eftir að til átaka kom á milli egypskra landamæravarða og grímuklæddra Palestínumanna við landamærin í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Einn lést og 44 særðust í átökunum en talsmaður Hamas-samtakanna segir að öryggissveitir samtakanna hafi skorist í leikinn eftir að egypsku landamæraverðirnir hófu að beita skotvopnum.

Landamærum Egyptalands og Gasasvæðisins var lokað á sunnudagskvöld og vakti það mikla reiði meðal Palestínumanna að fólki var þá hvorki hleypt til né frá Gasasvæðinu.

Landamærin höfðu þá staðið opin frá því 23. janúar er liðsmenn Hamas sprengdu göt í vegg á landamærunum og höfðu þúsundir Palestínumanna farið óáreittir um landamærin. Voru margir þeirra öfugu megin landamæranna er þeim var lokað og komust því ekki heim til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka