Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama með forskot á Hillary Clinton í Kaliforníu og Missouri, en Obama mælist með 46% atkvæða á móti 40% atkvæða Clintons. Í dag verður kosið í 24 ríkjum Bandaríkjanna á svokölluðum „ofur þriðjudegi“ (e. Super Tuesday).
Fram kemur í könnun Reuters-fréttastofunnar, C-Span og Zogby að John McCain sé enn með mjög öruggt forskot á Mitt Romney í baráttu repúblikana í New York og New Jersey. Romney hefur hins vegar styrkt stöðu sína í Kaliforníu, sem er eitt mikilvægasta ríkið sem kosið verður í í dag.
Obama og Clinton eru hnífjöfn í New Jersey með 43%, en Obama er með 17 prósentustiga forskot á Clinton í Georgíu.
Að sögn John Zoby, sem stóð að könnunni, er Obama á góðu skriði og hann telur að hann muni enda uppi sem sigurvegari að loknu prófkjöri í dag.