Ofurspenna í 24 ríkjum

00:00
00:00

„Ofur-þriðju­dag­ur­inn" er í Banda­ríkj­un­um í dag, lík­lega mik­il­væg­asti dag­ur­inn í for­leikn­um að banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara í haust. For­val fer fram í 24 ríkj­um í dag, þar á meðal stór­um ríkj­um á borð við New York og Kali­forn­íu. Góðar lík­ur eru á að í dag ráðist hver verði fram­bjóðandi re­públi­kana, en mik­il spenna rík­ir í for­vali demó­krata. 

Kjörstaðir loka í Georgíu á miðnætti að ís­lensk­um tíma og ættu fyrstu töl­ur að ber­ast skömmu eft­ir það. Kjörstaðir loka svo hver af öðrum en í Kali­forn­íu, sem er fjöl­menn­asta ríki lands­ins, loka kjörstaðir klukk­an fjög­ur í fyrra­málið. Skömmu eft­ir það ættu niður­stöður að liggja fyr­ir.  

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn John McCain þykir lík­leg­ur til að hreppa til­nefn­ingu re­públi­kana sem for­setafram­bjóðandi flokks­ins. Keppi­nauti hans, Mitt Rom­ney, er hins veg­ar spáð sigri í Kali­forn­íu og gæti það orðið hon­um til bjarg­ar.

Barack Obama hef­ur mjög sótt á sam­kvæmt könn­un­um og er fylgi hans og Hillary Cl­int­on nær hníf­jafnt. Mik­il spenna rík­ir því um for­valið og allsend­is óvíst að lín­urn­ar verði skýr­ari eft­ir for­kosn­ing­arn­ar í dag.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert