Clinton vann sæta sigra - Baráttan óútkljáð

Hillary Rodham Clinton vann sæta sigra í forkosningum demókrata í …
Hillary Rodham Clinton vann sæta sigra í forkosningum demókrata í gær. AP

Öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hafði betur en helsti keppinautur hennar Barack Obama í forvali bandaríska demókrataflokksins í Kaliforníu og New York vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Clintonhefur nú sigrað í forkosningum demókrata í átta ríkjum en Obana hefur sigrað í ellefu ríkjum. Ríkin þar sem Clinton hefur sigrað eru hins vegar fjölmennari og veita því fleiri kjörmenn en ríkin þar sem Obama hefur sigrað. 

Obama hefur m.a. sigrað í Illinois, Connecticut, Missouri auk þess sem hann vann stórsigur í forvalinu sem fram fór í Georgíu í gær. Clinton bar hins vegar sigur úr býtum í Massachusetts og mun sá sigur hafa verið sérlega sætur þar sem áhrifamiklir meðlimir Kennedy-fjölskyldunnar, sem hefur áhrif meðal demókrata í ríkinu, höfðu lýst yfir stuðningi við Obama.

 

Mark Penn, einn helsti ráðgjafi Clinton, segir að úrslit gærdagsins þýði að baráttan innan demókrataflokksins muni halda áfram fram á síðustu stundu. Okkur sýnist þetta ekki verða útkljáð í nánustu framtíð,” sagði hann.

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforsti, á kosningafundi eiginkonu sinnar Hillary Rodham …
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforsti, á kosningafundi eiginkonu sinnar Hillary Rodham Clinton, með dóttur þeirra Chelsea í nótt. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert