Eldflaugaskot Írana veldur Rússum áhyggjum

Alexander Losyukov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að eldflaugaskot Írana út í geiminn á mánudag veki upp grunsemdir um það að lítt sé að marka staðhæfingar þeirra um það að þeir stefni ekki áþróun kjarnorkuvopna.

„Tilburðir til þróunar vopna með slíka möguleika veldur að sjálfsögðu áhyggjum,” segir hann. „Þá vekur það efasemdir varðandi yfirlýst áhugaleysi Írana á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Losyukov segir í viðtali við Interfax og RIA Novosti að langdrægar eldflaugar séu hluti af vopnasamsetningu sem oft innihaldi kjarnorkuvopn.

Þykja ummæli hans marka nýjan tón í máli rússneskra yfirvalda varðandi kjarnorkumál Írana en rússneskir ráðamenn hafa fram til þessa staðhæft að Íranar hafi einungis áhuga á þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. 

Rússneskir verkfræðingar vinna nú að byggingu kjarnorkuvers í Bushehr í Íran en til stendur að það verði knúið áfram með auðguðu úrani frá Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert