Bandarískir gyðingar vilja heldur að Hillary Clinton verði forsetaefni demókrata í næstu forsetakosningum í landinu en Barack Obama samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið þar sem forkosningar flokksins hafa þegar farið fram.Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. Í New Jersey, þar sem gyðingar eru 9% stuðningsmanna demókrataflokksins sögðust 63% aðspurðra heldur vilja Clinton en 37% sögðust styðja Obama. Í New York, þar sem16% stuðningsmanna flokksins eru gyðingar, sögðust 65% hafa kosið hana en 33% sögðust hafa kosið Obama.
Í Massachusetts þar sem gyðingar eru 6% stuðningsmanna flokksins, sögðust hins vegar 52% styðja Obama en 48% sögðust styðja Clinton. Obama er einnig vinsælli meðal gyðinga í Connecticut, þar sem 10 kjósenda flokksins eru gyðingar. Þar sögðust 61% aðspurðra hafa kosið Obama en 38% sögðust hafa kosið Clinton.