Hættir Romney við?

Kosningabaráttan hefur reynst Romney gríðarlega dýr
Kosningabaráttan hefur reynst Romney gríðarlega dýr AP

Banda­ríska sjón­varps­stöðin MSNBC seg­ir frá því að í her­búðum Mitt Rom­ney standi nú til að funda um niður­stöður for­kosn­ing­anna fyr­ir banda­rísku for­seta­kosn­ing­arn­ar. Túlk­ar sjón­varps­stöðin tíðind­in sem svo að Rom­ney íhugi nú að hætta við fram­boð sitt.

Rom­ney, sem eytt hef­ur ógrynni fjár í kosn­inga­bar­áttu sína, treysti á sig­ur í for­kosn­ing­un­um í Kali­forn­íu og Mis­souri, en þar bentu kann­an­ir til þess að hann ætti mögu­leika á sigri.

Það gekk ekki eft­ir því öld­unga­deild­arþingmaður­inn John McCain sigraði í báðum ríkj­um. Rom­ney sigraði í Utah, Norður Dakóta, Massachus­setts, Minesota, Mont­ana og Col­orado, ríkj­um sem ekki hafa sömu ítök og stór ríki á borð við Kali­forn­íu.

John McCain hef­ur tryggt sér 487 full­trúa af þeim 1.191 sem þarf til að ná til­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi re­públi­kana. Rom­ney hef­ur hins veg­ar aðeins tryggt sér 176 full­trúa.

Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur reynst Rom­ney mjög dýr, dag­blaðið Washingt­on Post reiknaði í nótt út að hver full­trúi sem Rom­ney hef­ur tryggt sér hafi kostað hann 1,16 millj­ón­ir dala, eða rúm­ar 75 millj­ón­ir króna. Með því áfram­haldi myndi sig­ur­inn kosta Rom­ney 1,3 millj­arð dala, eða 85 millj­arða króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert