Eitt hundrað óbreyttir borgarar hið minnsta létu lífið í bardögum milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins í Chad að sögn hjálparstofnanna. Læknar án landamæra telja að um 700 manns hafi slasast í átökum helgarinnar í höfuðborginni N'Djamena.
Samkvæmt fréttavef BBC segir Rauði krossinn að matið sé hærra og að dauðsföllum komi til með að fjölga þar sem starfsmenn hjálparstofnanna séu enn að tína lík upp af götum borgarinnar.