Hvetja til kolefnisföstu

Tveir breskir biskupar hafa hvatt til þess að fólk gangi skrefinu lengra en hefð er fyrir á páskaföstunni sem hefst í dag. Vonast þeir til þess að fólk minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda, til viðbótar því að neita sér um ýmsar lystisemdir holdsins.

„Hinir fátækustu þjást þegar af völdum loftslagsbreytinga,“ segir James Jones biskup. „Að halda áfram án þess að taka tillit til þeirra stangast á við kristna kenningu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert