Hvirfilbyljir valda usla í suðurhluta Bandaríkjanna

Að minnsta kosti 18 eru sagðir hafa látið lífið og tugir slasast þegar hvirfilbyljir gengu yfir suðurhluta Bandaríkjanna í gær. Þá hefur jafnframt orðið mikið eignatjón í óveðrinu. 

Að sögn neyðarþjónustunnar í Arkansas eru sjö sagðir hafa látist í fjórum sýslum, en alls fóru hvirfilbyljirnir yfir átta sýslur.

Þá hafa nokkrir látist í Tennessee og tugir hafa slasast, sumir lífshættulega. Óveðrið hefur einnig gert mikinn óskunda í Kentucky.

Mike Beebe, ríkisstjóri Arkansas segist ekki muna eftir því að jafn margir hvirfilbyljir hafi gengið yfir ríkið í einu.

Miklar skemmdir hafa orðið í Tennessee líkt og sést á …
Miklar skemmdir hafa orðið í Tennessee líkt og sést á þessari mynd. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert