Kínverjar kveðja ár svínsins

Milljónir manna eru nú á faraldsfæti í Kína. Þessi mynd …
Milljónir manna eru nú á faraldsfæti í Kína. Þessi mynd er tekin við lestarstöð í Guangzhou. AP

Kínverjar halda í dag upp á síðasta dag árs svínsins en í kvöld rennur upp ár rottunnar samkvæmt kínverska tímatalinu.

Miklar vetrarhörkur að undanförnu hefur sett mikinn svip á hátíðahöld í tilefni árámótanna og hafa þúsundir manna neyðst til að aflýsa fyrirhuguðum heimsóknum til ættingjar sinna vegna þeirra. Um 200 milljónir Kínverja starfa sem farandverkamenn utan Kína og eru áramótin sá tími sem flestir þeirra snúa heim til að hitta fjölskyldur sinar. Margir þeirra hafa hins vegar þurft að aflýsa fyrirhugaðri heimferð sinni að þessu sinni vegna samgönguörðugleika sem rekja má til vetrarveðursins.

Veðrið hefur einnig valdið því að vatns- og rafmagnslaust hefur verið í fjölda borga í Kína að undanförnu. Á þetta m.a.við um borgina Chenzhou þar sem ellefti rafmagnslausi dagurinn í röð var í gær. Þá hafa 11 rafvirkjar látið lifið við það í landinu að undanförnu að reyna að koma straumi.

Fréttamenn fylgjast með vegfarendum í Kína.
Fréttamenn fylgjast með vegfarendum í Kína. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert