Kjósendur frá Rómönsku-Ameríku réðu úrslitum í Kaliforníu

Hillary Rodham Clinton á kosningafundi í gær.
Hillary Rodham Clinton á kosningafundi í gær. AP

Atkvæði fólks af rómönsk-amerískum uppruna virðast hafa skipt sköpum í sigri Hillary Clinton í forvaldi bandarískra demókrata í Kaliforníu í gær.

Samkvæmt bráðabrigðatölum fékk Clinton 53% atkvæða í kosningum flokksins um frambjóðanda hans fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ríkinu en Obama 41%. Enn á þó etir að telja fjórðung atkvæða í ríkinu. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Samkvæmt könnunum nýtur Clinton helmingi meiri stuðnings meðal fólks af rómönsk-amerískum uppruna en Obama en 30% kjósenda í Kaliforníu eru ættaðir frá Rómönsku-Ameríku. Þá er stærri hluti kjósenda á landsvísu í Bandaríkjunum ættaður frá Rómönsku-Ameríku en frá Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert