Prodi gefur ekki kost á sér

Romano Prodi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, er hann gerði grein fyrir …
Romano Prodi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, er hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni í dag. AP

Romano Prodi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér í kosningunum sem fram muni fara í landinu innan tíðar en Giorgio Napolitano forseti Ítalíu rauf í dag þing og mun í framhaldi af því boða til kosninga innan sjötíu daga. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég vona að ákvörðun mín verði til þess að hreinsa loftið og stuðla að uppbyggilegri kosningabaráttu,” sagði Prodi er hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni.

Ríkisstjórn Prodis féll fyrir tveimur vikum er traustsyfirlýsing á stjórnina var felld í efri deild þingsins. Napolitano tók síðan ákvörðun um að rjúfa þing eftir að viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokka um að mynda bráðabirgðastjórn báru ekki árangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert