Rice segir ástandið erfitt í Afganistan

Condoleezza Rice.
Condoleezza Rice. Reuters

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Lundúnum í dag að verkefni Atlantshafsbandalagsins í Afganistan reyndi verulega á bandalagið og ljóst, að baráttan við talibana og herskáa félaga í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda verði löng og erfið.

„Ég tel að bandalagið eigi fyrir höndum afar erfitt verkefni þarna," sagði Rice eftir að hafa átt viðræður við breska embættismenn um aðgerðir NATO í Afganistan.

„Þjóðir okkar verða að skilja, að þetta er ekki friðargæsluverkefni heldur langvinn barátta gegn öfgamönnum." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert