Þing rofið á Ítalíu

Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu.
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu. STRINGERITALY

Giorgio Napolitano forseti Ítalíu hefur rofið þing og samkvæmt lögum mun hann boða til kosninga innan sjötíu daga.  Napolitano tók þessa ákvörðun eftir að viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokka um að mynda bráðabirgðastjórn báru ekki árangur.

Ríkisstjórn Romano Prodis féll fyrir 2 vikum þegar traustsyfirlýsing á stjórnina var felld í efri deild þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert