Maður sem grunaður er um að hafa myrt þrjá fjölskyldumeðlimi sína skaut lögreglumann til bana og særði annan í blóðugum skotbardaga
í Los Angeles.
Maðurinn er sagður hafa hringt í lögregluna og tilkynnt að hann hafi skotið til bana þrjá fjölskyldumeðlimi á heimili sínu. Eftir að lögreglan kom á staðinn hófst skotbardaginn með áðurnefndum afleiðingum. Maðurinn fór þá inn á heimilið og lokaði sig þar inni en eftir að lögreglan braust inn og sprautaði táragasi inn í húsið, náðist að handtaka manninn.