Myndbönd sýna börn bera vopn

Myndbrot úr einu af myndböndunum sem bandarískar og íraskar hersveitir …
Myndbrot úr einu af myndböndunum sem bandarískar og íraskar hersveitir fundu. AP

Bandaríkja- og Íraksher hafa birt myndbönd sem þeir segja sýni börn undir 11 ára aldri bera vopn og hljóta þjálfun al-Qaeda liða. Bandaríkjaher segist hafa fundið fimm myndbönd þegar her bandamanna gerði áhlaup á felustaði meintra al-Qaeda liða norður af Bagdad í desember.

Fram kemur á fréttavef BBC að á myndböndunum sjást ungir drengir halda á byssum og handsprengjum á al-Qaeda æfingu.

Að sögn fréttaskýrenda vonast Bandaríkjamenn til að myndböndin verði til þess að sannfæra Íraka um að snúast gegn hryðjuverkasamtökunum.

Ungir drengir vopnaðir byssum og sprengjum sjást á al-Qaeda æfingu.
Ungir drengir vopnaðir byssum og sprengjum sjást á al-Qaeda æfingu. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert