Óbreyttur hrefnukvóti í Noregi

Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibát við Ísland.
Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibát við Ísland. AP

Norska sjávarútvegsráðuneytið segir, að kvótinn sé gefinn út í samræmi við útreikninga vísindamanna um sjálfbærar veiðar. 

Norskir hrefnuveiðimenn segja, að veiðarnar hafi gengið illa á undanförnum árum vegna óhagstæðs veðurs, hás eldsneytisverðs og hnökra í vinnslu og framleiðslu hvalkjötsins.

Nú hefur reglum verið breytt þannig að hvalveiðimenn mega veiða 900 dýr við strendur Noregs og við Svalbarða en afganginn á að veiða utar í norsku lögsögunni.

Hvalveiðivertíðin hefst jafnan í apríl og lýkur í ágúst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert