Al-Qaeda sögð vera undirbúa árásir á Þýskaland

Einn mannanna sem voru handteknir í september í fyrra.
Einn mannanna sem voru handteknir í september í fyrra. AP

Þýsk stjórnvöld hafa komist að því að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin eru að undirbúa árásir í Þýsklandi. Þetta sagði háttsettur embættismaður í samtali við þýska dagblaðið Die Welt í dag.

August Hanning, aðstoðarinnanríkisráðherra Þýskalands, segir að leiðtogar al-Qaeda, sem eru með bækistöðvar á landamærum Pakistans og Afganistans, hafi ákveðið að gera árásir í Þýskalandi.

„Við höfum áhyggjur af því að við munum ekki getað komið í veg fyrir allar árásir  þeirra,“ bætti hann við. 

Fram kemur í Die Welt að þýska leyniþjónustan og lögreglan hafa komist að því að þátttaka Þjóðverja í stríðsátökunum í Afganistan hafi leitt til þess að Þýskaland hefur hækkað á listanum yfir skotmörk hryðjuverkasamtakanna.

Í september í fyrra voru tveir Þjóðverjar, sem snúist höfðu til íslam, og tyrkneskur maður handteknir í Þýskalandi grunaðir um að ætla sér að sprengja bandarískar herstöðvar í landinu.

Mennirnir höfðu komið sér upp um 700 kg af  vetnisperoxíði,  sem er sama er efni og notað var í sprengjutilræði sem kostaði 56 manns lífið í London í júlí 2005. Efnið átti að nota í mjög harðar árásir, en þær átti að framkvæma 11. september, þegar minnast átti árásanna á Tvíburaturnana í New York.

August Hanning, aðstoðarinnanríkisráðherra Þýskalands.
August Hanning, aðstoðarinnanríkisráðherra Þýskalands. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert