Atlaga að mafíunni

Yfirvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu létu í gær til skarar skríða gegn mafíunni í New York og á Sikiley og voru meira en 80 menn handteknir. Er litið á aðgerðina sem meiriháttar atlögu að glæpasamtökunum.

Saksóknarar í New York hafa stefnt 63 mönnum fyrir alls kyns sakir, morð, fjárkúgun, eiturlyfjasölu og okurlánastarfsemi, en þeir tilheyra Gambino-, Genovese- og Bonanno-glæpafjölskyldunni. Í Palermo á Sikiley voru 20 handteknir í mikilli aðgerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert