Mælir með sjaríalögunum

Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur lagt til að sjaríalögin, lög múslima, verði að takmörkuðu leyti tekin upp í Bretlandi. Erkibiskupinn, Dr. Rowan Williams, er æðsti leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar og þar með æðsti kristni leiðtogi Bretlands.

Williams sagði í útvarpsviðtali hjá BBC sl. fimmtudag að það væri óhjákvæmilegt að leyfa sjaríalög þegar kæmi að hjónbands- eða fjármáladeilum múslima, með því yrði stigið mikilvægt skref í átt að samfélagslegri einingu í Bretlandi.

Ummæli erkibiskupsins hafa mætt harðri gagnrýni í Bretlandi. Opinber talsmaður Gordons Brown forsætisráðherra sagði að bresk lög sem byggðust á breskum gildum skyldu vera ráðandi þar í landi. Ritari menningarmála gekk enn lengra í gagnrýninni og sagði orð Williams vera röng og varaði við samfélagslegri óreiðu og ringulreið yrði tillagan að veruleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara J. Einar Valur Bjarnason Maack : Tja...
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert