Leiðtogar al-Qaeda og Talíbanahreyfingarinnar, Osama bin Laden og múlla Mohammad Ómar, eru ásamt nánustu skósveinum sínum enn í felum í Pakistan og valda miklum erfiðleikum í öryggismálum í landinu og í nágrannalandinu Afganistan, sagði háttsettur bandarískur embættismaður í dag.
Bandarísk yfirvöld telji að leiðtogar æðsta ráðs Talíbanahreyfingarinnar haldi sig á svæðum ættbálka í Baluchistan, sem er fjallahérað í Pakistan á landamærunum að Afganistan, sagði embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið.