Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates sagði í dag að það þyrfti að sannfæra almenning í Evrópu um að starfsemi Nato í Afganistan væri hluti af víðtækari baráttu gegn hryðjuverkamönnum á alheimsvísu.
Gates varaði við því að Nato ætti á hættu að verða lagskipt bandalag landa sem berjast og landa sem gera það ekki.
Samkvæmt fréttavef BBC lét Gates þessi orð falla í dag á síðasta degi öryggisráðstefnu sem haldin er í München þar sem einnig var til umræðu diplómatísk kreppa í samskiptum við Rússland vegna áætlana Kósóvó að lýsa yfir sjálfstæði sínu.