Barack Obama sigraði í gær í forkosningum Demókrata í þremur ríkjum og dró verulega á forskot Hillary Clinton. Kosið var í Louisiana, Nebraska og Washington.
Skv. frétt CNN hefur Clinton nú tryggt sér 1.100 kjörmenn en Obama 1.039 á flokksþingi Demókrata í haust, þar sem ákveðið verður hvort þeirra Obama eða Clinton verður forsetabrambjóðandi flokksins.
Í forkosningum Repúblikana hafði Mike Huckabee betur gegn John McCain í Kansas, með miklum mun, og vann nauman sigur í Louisiana.