Sprengjuhótun á olíuborpalli

Verið er að ferja mörg hundruð starfsmenn af  breskum olíuborpalli í Norðursjó eftir að sprengjuhótun barst strandgæslunni í morgun. Verið er að senda sprengjusérfræðinga á borpallinn sem er um 160 kílómetra fyrir utan ströndum Aberdeen í Skotlandi.

Einn af 500 starfsmönnum olíuborpallsins sagði í samtali við Sky fréttastofuna að um væri að ræða flotpall eða pall sem heitir Safe Scandinavia og nýttur væri til að hýsa starfsmenn borpallsins Britannia sem tengist honum með brú. Engin olía er umborð á þeim palli.

Verið er að flytja starfsmennina yfir á aðra olíuborpalla á svæðinu en um 12 þyrlur sinna því verkefni sem stendur, talið er að allt að það þurfi að flytja á bilinu 500 til 700 manns frá pallinum.

Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó sem er svipaðrar gerðar …
Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó sem er svipaðrar gerðar og Britannia borpallinn. Árvakur/statoil
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka