Clinton skiptir um kosningastjóra

Taugatitrings er farið að gæta í herbúðum Clinton og í gær var kosningastjóri hennar Patti Solis Doyle látinn taka poka sinn og ráðgjafa hennar til langs tíma, Maggie Williams, falið það vandasama verkefni að lágmarka þann skaða sem sveiflan með Obama hefur valdið framboðinu.

„Ég hef verið stoltur af því að stjórna þessari kosningabaráttu og enn stoltari yfir því að geta kallað Hillary Clinton vin minn í yfir 16 ár,“ sagði Doyle í kveðjupósti í gær.

Mikið hefur gengið á í herbúðum Hillary Clinton og skammt síðan eiginmaður hennar Bill var afar óánægður með það meinta klúður starfsmanna hennar að breyta stöðunni úr því að hún væri óumdeilanlegur fulltrúi demókrata, í stórt spurningarmerki um hvort hún nái útnefningu. Þá hefur henni ekki tekist að safna jafnmiklu fé og Obama.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert