Uppreisnarmenn réðust inn á heimili Jose Ramos-Horta forseta Austur Timor í dögun í morgun og fékk hann skot í magann. Leiðtogi uppreisnarmanna, Alfredo Reinado lést í árásinni. Uppreisnarmenn réðust einnig á forsætisráðherra landsins Xanana Gusamo en hann sakaði ekki.
Samkvæmt fréttavef BBC verður flogið með Ramos-Horta til Darwin á Ástralíu til frekari meðferðar en hann hlaut meðferð á áströlsku hersjúkrahúsi í höfuðborginni Dili og er líðan hans stöðug.
Jose Ramos Horta stofnaði frelsishreyfingu Austur Timor og eyddi 24 árum í útlegð eftir að Indónesía réðist inn í Austur Timor. Hann hlaut Friðarverðlaun Nóbels 1996, hann er fyrrum blaðamaður.