Forseta sýnt banatilræði

Forseta Austur Timor var sýnt banatilræði í morgun.
Forseta Austur Timor var sýnt banatilræði í morgun. Reuters

Upp­reisn­ar­menn réðust inn á heim­ili Jose Ramos-Horta for­seta Aust­ur Timor í dög­un í morg­un og fékk hann skot í mag­ann. Leiðtogi upp­reisn­ar­manna, Al­fredo Reina­do lést í árás­inni. Upp­reisn­ar­menn réðust einnig á for­sæt­is­ráðherra lands­ins Xan­ana Gusamo en hann sakaði ekki.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC verður flogið með Ramos-Horta til Darw­in á Ástr­al­íu til frek­ari meðferðar en hann hlaut meðferð á áströlsku her­sjúkra­húsi í höfuðborg­inni Dili og er líðan hans stöðug.

 Jose Ramos Horta stofnaði frels­is­hreyf­ingu Aust­ur Timor og eyddi 24 árum í út­legð eft­ir að Indó­nesía réðist inn í Aust­ur Timor. Hann hlaut Friðar­verðlaun Nó­bels 1996, hann er fyrr­um blaðamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert