Fyrrum ráðherra grunaður um fjárdrátt

Fyrrum samgönguráðherra Úkraínu er grunaður um að hafa eytt opinberu …
Fyrrum samgönguráðherra Úkraínu er grunaður um að hafa eytt opinberu fé í rómantískri helgarferð í París Reuters

Stjórnvöld í Úkraínu hafa látið handtaka fyrrum samgönguráðherra landsins en hann er grunaður um að hafa dregið að sér opinbert fé þegar hann fór í helgarferð til Parísar.

Er Míkola Rudkovskí grunaður um að hafa eytt 55 þúsund evrum, tæpum 5,5 milljónum króna, úr sjóðum ríkisins er hann fór í fjögurra daga ferð til Parísar með sinni heittelskuðu. Unnið hefur verið að rannsókn málsins frá því í desember samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert