Olmert hvetur Ísraela til stillingar

Um 150 íbúar Sderot lokuðu aðalveginum inn til Jerúsalemborgar í …
Um 150 íbúar Sderot lokuðu aðalveginum inn til Jerúsalemborgar í dag til að mótmæla flugskeytaárásum Palestínumanna á Sderot í morgun. AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hvatt Ísraela til að sýna stillingu eftir að átta ára drengur missti  annan fótinn og slasaðist alverlega á hinum í flugskeytaárás Palestínumanna á bæinn Sderot í gær. Olmert segir reiði Ísraela skiljanlega en að engar aðgerðir hafi verið ákveðnar í kjölfar málsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Um  hundrað og fimmtíu íbúar Sderot lokuðu aðalveginum  inn til Jerúsalemborgar í dag til að mótmæla áframhaldandi flugskeytaárásum Palestínumanna á borgina.

 „Reiði er ekki hernaðaráætlun," segir Olmert. „Við verðum að sýna herkænsku og skipuleggja stefnu okkur til lengri tíma. Það er það sem við erum að gera og það sem við munum halda áfram að gera. Við munum halda áfram að elta hryðjuverkamenn uppi, skipuleggjaendur þeirra og viðskiptamenn. 

Drengurinn og nítján ára bróðir hans slösuðust er þeir voru á leið frá heimili sínu í sprengjubirgi en daglega eru gerðar flugskeytaárásir á Sderot frá Gasasvæðinu.

Meir Sheetrit, innanríkisráðherra Ísraels, hefur hvatt til þess í kjölfar atviksins að Ísraelsher afmarki ákveðið hverfi Gasasborgar, gefi íbúum þess frest til að koma sér á brott og jafni það síðan við jörðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert