Obama sigraði í Maine

Barack Obama gekk vel um helgina.
Barack Obama gekk vel um helgina. Reuters

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama sigraði í forvali bandaríska Demókrataflokksins í Maine-ríki en Hillary Clinton þurfti að láta í minni pokann. Obama vann forvalið í Louisiana, Nebraska og Washington og Jómfrúareyjum um helgina og eru þau Hillary Clinton þá orðin nánast hnífjöfn í baráttunni um tilnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.

Samkvæmt fréttavef BBC hefur Hillary Clinton brugðist við mótlætinu með því að skipa nýjan kosningastjóra. Maggie Williams sem var starfsmannastjóri eiginmanns Clinton í Hvíta húsinu mun taka við starfinu af Patty Doyle sem hefur látið af störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert